Messa með ítölskum þráðum

Guðsþjónusta með ítölskum þráðum sunnudaginn 1. október nk. kl. 13 í Bústaðakirkju. Félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju syngja. Edda Austmann Harðardóttir, Berndett Hegyi og Jóhann Friðgeir Valdimarsson syngja einsöng. Séra Þorvaldur Víðisson prédikar og þjónar fyrir altari með messuþjónum. 

Edda Austmann Harðardóttir

Edda Austmann Harðardóttir syngur einsöng.

Bernadett Hegyi

Bernadett Hegyi syngur einsöng.

Jóhann Friðgeir Valdimarsson

Jóhann Friðgeir Valdimarsson syngur einsöng.

Er hægt að rækta mildina?

Textar dagsins eru lækningafrásögur, bæði er Jesús læknar og einnig postularnir. Einnig fjalla textarnir um mildina. Spurningin vaknar hvort hægt sé að rækta mildina? Iðkun trúarinnar er þar mikilvægur þáttur. Séra Þorvaldur Víðisson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. 

Verið hjartanlega velkomin

Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju í upphafi Bleiks október.