
Guðsþjónusta kl. 13 - Styrkjum mikilvægt átak
Guðsþjónusta kl. 13 - Styrkjum mikilvægt átak
Nú er fastan gengin í garð. Við fáum stund til þess að undirbúa okkur undir gleði páskanna. Þá leiðum við hugann gjarnan að því að verkefni okkar mannanna eru margvísleg og stundum reynir virkilega á. Líf ertu að grínast - söng Prins Póló. Í marsmánuði beinum við sjónum að baráttunni gegn krabbameini hjá körlum. Krabbameinsfélagið stendur fyrir skeggkeppni og þá erum við hvött til að styðja við forvarnir og annað gott starf með því að kaupa mottumarssokka. Þeir eru seldir mjög víða og verða til sölu í andyri kirkjunnar.
Guðsþjónusta kl. 13 í Bústaðakirkju.
Sr. Sigríður Kristín þjónar fyrir altari, Jónas Þórir kantor kirkjunnar ásamt félögum úr Kammerkór kirkjunnar leiða söfnuðinn í söng.
Umsjónaraðili/-aðilar