Guðsþjónusta í Grensáskirkju kl. 11 - Kristinn Guðmundsson predikar

Við kveikjum þremur kertum á og þá mun Kristinn Guðmundsson framreiðslumaður og messuþjónn í Grensáskirkju predika.  Guðspjall dagsins segir frá frænda Jesú, Jóhannesi skírara.  


Sr. Sigríður Kristín Helgadóttir þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. 
Söngkonur frá Domus Vox gleðja viðstadda með söng.  Þær syngja með og fyrir söfnuðinn undir stjórn Margrétar Pálmadóttur.  Ásta Haraldsdóttir kantor kirkjunnar leikur á orgel og flygil. 

Heitt er á könnunni fyrir og eftir guðsþjónustuna.

  
Verið hjartanlega velkomin í Grensáskirkju.