Gulur september - guðsþjónusta í Bústaðakirkju kl. 13

Guðsþjónustan í Bústaðakirkju kl. 13 sunnudaginn 10. september er tileinkuð Alþjóðaforvarnardegi sjálfsvíga og Gulum september. Athugið að nú færist messan yfir á hausttímann, verður kl. 13 alla sunnudaga fram í lok nóvember. Barnamessurnar eru á sínum stað kl. 11. 

Sr. María G. Ágústsdóttir þjónar ásamt messuhópi. Fjallað verður um Gulan september og á hvern hátt við getum hlúð hvert að öðru þegar lífið er erfitt og glætt von í eigin hjarta og annarra. Fulltrúi frá Píeta kynnir starfsemi samtakanna. Jónas Þórir og félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju flytja fallega og nærandi tónlist og leiða söfnuðinn í almennum söng. Hægt verður að kveikja á kerti við bænastjakann í minningu og fyrirbæn. Verum hjartanlega velkomin. Kaffisopi á eftir.