Biblíudagurinn er haldinn hátíðlegur í kirkjum landsins sunnudaginn 4. febrúar. Í Bústaðakirkju er barnamessan á sínum stað kl. 11 og svo verður guðsþjónusta kl. 13 þar sem tekin verður í notkun ný altarisbiblía. Við fáum einnig heimsókn frá Orðinu, félagi um útbreiðslu Guðs orðs. Það er hann Páll Skaftason sem kemur og kynnir félagið sitt og starfsemi þess.
Sr. María G. Ágústsdóttir prédikar og þjónar ásamt messuhópi. Jónas Þórir leikur á hljóðfærið og stýrir söng sem Kammerkór Bústaðakirkju leiðir.
Umsjónaraðili/-aðilar