Heimsókn í Kirkjuhúsið, á neðri hæð Bústaðakirkju

Fimmtudaginn 28. september nk. kl. 10 munu börn og fullorðnir á foreldramorgni Bústaðakirkju heimsækja Kirkjuhúsið, sem er til húsa á fyrstu hæð Bústaðakirkju. Umsjón með foreldramorgnunum hefur sem fyrr, Ragnheiður Bjarnadóttir tónlistarkennari. Hópurinn kemur saman á sínum hefðbundna stað í safnaðarheimilinu á efri hæðinni. Um klukkan 11 verður síðan farið í heimsókn í Kirkjuhúsið, þar sem söngstundin mun fara fram. Góður flygill er á neðri hæðinni, en foreldramorgnarnir voru þar til húsa áður en Kirkjuhúsið flutti í Bústaðakirkju. Edda Möller, framkvæmdastjóri Kirkjuhússins-Sálholtsútgáfunnar, tekur á móti hópnum og sýnir verslunina. Verið hjartanlega velkomin. 

Söngstundin við flygilinn niðri

Fimmtudaginn 28. september nk. kl. 10 munu börn og fullorðnir á foreldramorgni Bústaðakirkju heimsækja Kirkjuhúsið, sem er til húsa á fyrstu hæð Bústaðakirkju. Hópurinn kemur saman á sínum hefðbundna stað í safnaðarheimilinu á efri hæðinni. Um klukkan 11 verður síðan farið í heimsókn í Kirkjuhúsið, þar sem söngstundin mun fara fram. Góður flygill er á neðri hæðinni, en foreldramorgnarnir voru þar til húsa, áður en Kirkjuhúsið flutti í Bústaðakirkju. Edda Möller, framkvæmdastjóri Kirkjuhússins-Sálholtsútgáfunnar, tekur á móti hópnum og sýnir verslunina. Verið hjartanlega velkomin. 

Umsjónaraðili/-aðilar