Vettvangur barna og foreldra

Foreldramorgnar fara fram í Bústaðakirkju á fimmtudögum kl. 10-11:30. Á foreldramorgnum er sungið og leikið, rætt og skrafað, stundum er boðið upp á fræðslu um sitthvað sem gagnlegt er fyrir foreldra ungra barna. 

Allir eru velkomnir og þátttaka er öllum að kostnaðarlausu. Boðið er upp á kaffi og hressingu.  

Ragnheiður Bjarnadóttir, tónlistarkennari, hefur umsjón með foreldramorgnunum. 

Verið hjartanlega velkomin á foreldramorgun í Bústaðakirkju. 

Gleði, söngur og samfélag

Umsjónaraðili/-aðilar