Fjölskyldumessa og vöfflukaffi - Fyrsti sunnudagur í aðventu í Bústaðakirkju

Við byrjun aðventuna í Bústaðakirkju með fjölskyldumessu kl. 11, sunnudaginn 3. desember. Við munum syngja saman sunnudagaskólalögin og aðventusálma í bland, en allir aldurshópar ættu að finna sér eitthvað við hæfi í messunni. Stundina leiða sr. Danni og Kata ásamt messuþjónum. Jónas Þórir verður á flyglinum. 

Fyrsti sunnudagur í aðventu er jafnframt afmælisdagur Bústaðakirkju. Í tilefni þess mun sóknarnefnd kirkjunnar bjóða upp á vöfflukaffi eftir messuna. 

Um kvöldið er svo aðventuhátíð kirkjunnar, kl. 17. Þar verður boðið upp á metnaðarfulla tónlistardagskrá og Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs og næsti borgarstjóri Reykjavíkur, flytur hátíðarræðu.

Við vekjum athhygli á því að það er engin guðsþjónusta kl. 13 á aðventunni.

Bjart er yfir Betlehem

Bjart er yfir Betlehem,
blikar jólastjarna
stjarna mín og stjarna þín
stjarna allra barna
Var hún áður vitringum
vegaljósið kæra
Barn í jötu borið var
barnið ljúfa kæra

Víða höfðu vitringar
vegi kannað hljóðir
fundið sínum ferðum á
fjöldamargar þjóðir. 
Barst þeim allt frá Betlehem
birtan undur skæra. 
Barn í jötu borið var,
barnið ljúfa skæra. 

Barni gjafir báru þeir. 
Blítt þá englar sungu.
Lausnaranum lýsti þeir,
lofgjörð drottni sungu. 
Bjart er yfir Betlehem
blikar jólastjarna,
stjarna mín og stjarna þín
stjarna allra barna.