Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 - Við kveikjum tveimur kertum á

Annan sunnudag í aðventu þann 8. desember kl. 11 komum við saman í Bústaðakirkju og tendrum á Betlehemskertinu. Við syngjum saman og heyrum sögu.  Sr. Sigríður Kristín leiðir stundina ásamt Sólveigu sunnudagaskólakennara.  Jónas Þórir kantor kirkjunnar situr við flygilinn og Anna Sigríður Helgadóttir söngkona tekur lagið. Tveir nemendur frá Tónskólanum í Reykjavík gleðja viðstadda og leika á píanó, þær Auður Andradóttir og Þórunn Viktoría Kristinsdóttir.  

Hlökkum til að sjá ykkur.