Fjölskylduguðsþjónusta í Bústaðakirkju
Fjölskylduguðsþjónusta í Bústaðakirkju
Fjölskylduguðsþjónusta fer fram í Bústaðakirkju fyrsta sunnudag nýja ársins, sunnudaginn 7. janúar nk. kl. 11.
Við hefjum árið með gleði í hjarta og syngjum um besta vin okkar allra, Jesú Krist. Við munum heyra frásöguna af því þegar hann var skírður og fjalla um hvernig sú skírn var öðruvísi en sú sem að við venjumst í dag. Sr. Danni leiðir stundina ásamt, Sólveigu, Antoníu Hevesi á flyglinum, og messuþjónum. Svava Kristín syngur einsöng.
Athugið að engin guðsþjónusta er klukkan 13.
Frá og með sunnudeginum 14. janúar hefst svo hefðbundin messudagskrá í Bústaðakirkju, með barnamessu kl. 11 og almennri messu kl. 13.
Á myndinni má sjá skírnarfont kirkjunnar.
Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju.
Umsjónaraðili/-aðilar