4. sunnudagur í aðventu

Við kveikjum fjórum kertum á.
Brátt kemur gesturinn
og allar þjóðir þurfa' að sjá
að það er frelsarinn.

                     (Lilja S. Kristjánsdóttir)

Fjölskylduguðsþjónusta í Bústaðakirkju kl. 11

Við kveikjum fjórum kertum á 

Fjölskylduguðsþjónusta í Bústaðakirkju 21. desember kl. 11.  

Jónas Þórir, kantor kirkjunnar leiðir söfnuðinn í söng.  Þær Karen Jóhannsdóttir leiðtogi í sunnudagaskólanum og sr. Sigríður Kristín lesa sögur og leiða bæn.  Kertaljósin verða tendruð og jólasálmarnir sungnir því nú eru jólin alveg að koma.  Eftir stundina verður boðið upp á kaffisopa, mandarínur og smákökur í safnaðarheimili kirkjunnar.  Þar verður einnig í boði að lita fallegar jólamyndir og þá fá afmælisbörn að velja sér litla gjöf.  

Sjáumst í Bústaðakirkju.