Félagsstarf eldriborgara miðvikudag frá kl 12-16. Bleikur október og qi gong

Bleikur október heldur áfram í kirkjunni okkar og á hádegistónleikum kl 12:05 á miðvikudaginn verða þeir Hjörleifur Valsson fiðluleikari og Jónas Þórir kantor, flutt verða bítlalög í klassískum búningi. Súpa og brauð eftir tónleikana, í félagsstarfinu verður gestur okkar Ástbjörn Egilsson fyrrum kirkjuhaldari í Dómkirkjunni. Hann mun kynna okkur fyrir qi gong sem hann hefur iðkað og leiðbeint um í áraraðir. Kaffið verður á sínum stað og við hlökkum til að hitta ykkur. 

Umsjónaraðili/-aðilar