Félagsstarf eldriborgara miðvikudag frá kl 12-16, hádegistónleikar og Indversk sjöl.
Félagsstarf eldriborgara miðvikudag frá kl 12-16, hádegistónleikar og Indversk sjöl.
Kammerkór Bústaðakirkju og einsöngvarar úr kórnum
Miðvikudaginn 9. október nk. kl. 12:05 fara fram hádegistónleikar í Bleikum október í Bústaðakirkju. Yfirskrift tónleikanna er Ættjarðarlög, 80 ára afmæli lýðveldisins. Kammerkór Bústaðakirkju syngur og einsöngvarar úr kórnum syngja undir stjórn Jónasar Þóris. Aðgangur er ókeypis, en boðið verður upp á að leggja endurhæfingarmiðstöðinni Ljósinu lið, með fjárframlagi. Eftir tónleikana er súpa í safnaðarsal og þar verður gestur okkar Margrét Kjartansdóttir og segir okkur sögu sína frá Indlandi. Hún mun einnig verða með sjöl og ýmislegt til sölu og sýnis. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
Umsjónaraðili/-aðilar