Ítölsk tónlist á hádegistónleikum í Bleikum október

Bleikur október er listamánuður í Bústaðakirkju. Hádegistónleikar verða á hverjum miðvikudegi kl. 12:05. Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) og Jóhann Friðgeir Valdimarsson, ásamt Jónasi Þóri, munu leika og syngja ítalska tónlist á fyrstu hádegistónleikunum að þessu sinni, miðvikudaginn 4. október nk. kl. 12:05. Kristján Jóhannsson forfallaðist og Jóhann Friðgeir kemur í hans stað.

Aðgangur er ókeypis, en tónleikagestum gefst færi á að styrkja Ljósið, með fjárframlagi. 

Boðið verður upp á léttan hádegisverð í safnaðarheimilinu að tónleikum loknum.

Verið hjartanlega velkomin á tónleika í Bústaðakirkju í Bleikum október. 

Diddú og Jóhann Friðgeir

Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) og Jóhann Friðgeir Valdimarsson, ásamt Jónasi Þóri, munu leika og syngja ítalska tónlist á fyrstu hádegistónleikunum að þessu sinni, miðvikudaginn 4. október nk. kl. 12:05. Kristján Jóhannsson forfallaðist og Jóhann Friðgeir kemur í hans stað.

Aðgangur er ókeypis, en tónleikagestum gefst færi á að styrkja Ljósið, með fjárframlagi. 

Boðið verður upp á léttan hádegisverð í safnaðarheimilinu að tónleikum loknum.

Verið hjartanlega velkomin á tónleika í Bústaðakirkju í Bleikum október. 

Dagskráin framundan

Dagskráin framundan í Bleikum október í Bústaðakirkju er metnaðarfull og rík, eins og sést á auglýsingunni hér til hliðar. Endilega kynnið ykkur dagskrána og verið hjartanlega velkomin á hádegistónleika á miðvikudögum og í sunnudagshelgihaldið í Bleikum október í Bústaðakirkju. 

Umsjónaraðili/-aðilar