Diddú flytur sín uppáhaldslög
Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) syngur á hádegistónleikum í Bleikum október í Bústaðakirkju, miðvikudaginn 8. október nk. kl. 12:05. Á tónleikunum mun Diddú syngja sín uppáhaldslög við undirleik Jónasar Þóris.
Yfirskrift Bleiks október að þessu sinni er: Stríð - friður og kærleikur.
Allir viðburðir í Bleikum október eru ókeypis en tekið verður við framlögum til Ljóssins.
Verið hjartanlega velkomin á hádegistónleika í Bústaðakirkju.

Diddú og Jónas Þórir
Hádegistónleikar verða á dagskrá í Bleikum október í Bústaðakirkju, miðvikudaginn 1. október nk. kl. 12:05. Félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju syngja undir stjórn Jónasar Þóris organista. á dagskrá verða lög íslensku bítlana, Gunnars Þórðarsonar og Magnúsar Eiríkssonar, sem báðir urðu 80 ára á þessu ári. Jónas Þórir leikur á flygilinn og hammondið.
Yfirskrift Bleiks október að þessu sinni er: Stríð - friður og kærleikur.
Allir viðburðir í Bleikum október eru ókeypis en tekið er við framlögum til Ljóssins.
Verið hjartanlega velkomin á hádegistónleika í Bústaðakirkju.