Uppstigningardagur er uppskeruhátíð félagsstarfs eldriborgara. Hlökkum til að hitta ykkur kl. 11:00 á fimmtudaginn. Útvarpað verður frá guðsþjónustu í Bústaðakirkju þar sem Kristján Jóhannsson syngur einsöng, Kammerkór kirkjunnar syngur einnig undir stjórn Jónasar Þóris kantors. Hólmfríður Ólafsdóttir djákni prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Þorvaldi Víðissyni. Kaffihlaðborð og handverkssýning eftir messuna. Verið öll hjartanlega velkomin.