Ástarmessa í Bústaðakirkju

Þessa viku stendur yfir dagskrá í Bústaðakirkju sem ber yfirskriftina Ástin og lífið.  

Á sunnudaginn kemur verður guðsþjónusta kl. 13 og er hún í beinu framhaldi af ástarvikunni. 

Við ætlum að staldra við og þakka fyrir ástina eilífu sem glæðir líf okkar allra.  

Sr. Sigríður Kristín og Hólmfríður Ólafsdóttir djákni þjóna fyrir altari. 

Jónas Þórir kantor kirkjunnar býður upp á tónlistardagskrá þar sem ástin og lífið eru í forgrunni.  

Bernadett Hegyi söngkona og Jóhann Friðgeir tenór syngja fyrir viðstadda dúett og einsöng.  

Kammerkór Bústaðakirkju leiðir söfnuðinn í söng.  

Amigos Para Siempre 

Verið öll hjartanlega velkomin.