Aðventuhátíð, loks án samkomutakmarkana
Aðventuhátíð Bústaðakirkju fer fram á fyrsta sunnudegi í aðventu, 27. nóvember klukkan 17. Heimsfaraldurinn undanfarin ár gerði það að verkum að aðventuhátíðin var ýmist slegin af eða fór fram undir ströngum sóttvarnarreglum, líkt og í fyrra, er frú Elíza Reid flutti hátíðarræðu.
Aðventuhátíð Bústaðakirkju fer ávallt fram á fyrsta sunnudegi í aðventu sem er vígsludagur kirkjunnar.
Dagskráin að þessu sinni er fjölbreytt og glæsileg.
Fjölbreytt og glæsileg dagskrá
Aðventuhátíð Bústaðakirkju fer fram á fyrsta sunnudegi í aðventu, 27. nóvember klukkan 17. Heimsfaraldurinn undanfarin ár gerði það að verkum að aðventuhátíðin var ýmist slegin af eða fór fram undir ströngum sóttvarnarreglum, líkt og í fyrra, er frú Elíza Reid flutti hátíðarræðu.
Aðventuhátíð Bústaðakirkju fer ávallt fram á fyrsta sunnudegi í aðventu sem er vígsludagur kirkjunnar.
Dagskráin að þessu sinni er fjölbreytt og glæsileg.
Sameiginlegur barnakór úr Tóngraf og Tónfoss mun syngja undir stjórn Auðar Guðjohnsen og Eddu Austmann. Barnakórinn kom fyrst fram í Bústaðakirkju á listahátíð barnanna síðasta sunnudaginn í október sl., þar sem þessi mynd var tekin. Þar sungu þau meðal annars stórskemmtileg lög eftir Auði Guðjohnsen, annan stjórnanda sinn.
Kammerkór Bústaðakirkju, ásamt einsöngvurum
Kammerkór Bústaðakirkju mun jafnframt syngja. Einsöngvarar úr kórnum munu einnig koma fram, þ.á m. Bernedette Hegyi (sjá mynd), Edda Austmann Harðardóttir, Gréta Hergils Valdimarsdóttir, Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Marteinn Snævarr Sigurðsson.
Jónas Þórir kantór kirkjunnar stjórnar tónlistinni og leiðir hljómsveitina, en með honum munu leika: Bjarni Sveinbjörnsson á bassa, Eiríkur Örn Pálsson á trompet og Matthías Stefánsson á fiðlu.
Víðir Reynisson flytur hátíðarræðu
Heiðursgestur okkar verður vinur allra, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn flytur hann okkur hugvekju í tilefni jóla. Prestar prestakallsins séra Eva Björk Valdimarsdóttir, séra María G. Ágústsdóttir og séra Þorvaldur Víðisson leiða stundina og kynna dagskrána. Hólmfríður Ólafsdóttir djákni les ritningartexta og formaður sóknarnefndar, Þorsteinn Ingi Víglundsson flytur ávarp.
Við hefjum aðventuna og nýtt kirkjuár með því að syngja saman, hlusta á dásamlega jólatónlist og fá dýrmætan boðskap kærleika og friðar.
Gleðilega aðventu.