Aðfangadagur - Barnastund kl. 16

Á aðfangadag er boðið upp á barnastund í Bústaðakirkju kl. 16.  

Við heyrum fallegustu sögu allra tíma, af fæðingu Jesú í Betlehem.  Við heyrum af vitringum sem koma færandi hendi og fjárhirðum sem fá fyrstir allra að sjá litla barnið í jötunni.  Við syngjum jólasálmana og förum saman með bænirnar áður en haldið er heim á leið í faðm fjölskyldu og vina.  

Jónas Þórir kantor kirkjunnar leiðir viðstadda í söng og rauðklæddur vinur lítur í heimsókn í lok stundar.  

 

Verið velkomin í Bústaðakirkju á jólunum.  

Þá nýfæddur Jesús í jötunni lá

Þá nýfæddur Jesús í jötunni lá
á jólunum fyrstu var dýrðlegt að sjá.
Þá sveimuðu englar frá himninum hans
því hann var nú fæddur í líkingu manns.


                           (Björgvin Jörgensson)