5 ára börn fá bókina Litla Biblían að gjöf í sunnudagaskólanum

Sunnudaginn 19. október kl. 11 í Bústaðakirkju bjóðum við 5 ára börn sérstaklega velkomin.  

Í tilefni þess að þau fagna 5 ára afmæli á þessu ári þá ætlar kirkjan þeirra að gefa þeim Litlu Biblíuna, fallega bók að gjöf.  

Fulltrúi sóknarnefndar mun taka vel á móti heiðursgestum ásamt presti, organista, leiðtogum og öðru starfsfólki kirkjunnar.  

 

Fjölskyldur og vinir, verið öll hjartanlega velkomin í Sunnudagaskólann í Bústaðakirkju.