Sr. Þorvaldur Víðisson
Ásta Haraldsdóttir
Sr. Sigríður Kristín Helgadóttir
Unga fólkið verður í fyrirrúmi í helgihaldi sunnudagsins í Bústaðakirkju og Grensáskirkju. Motown stemning og kór FÍH í Bústaðakirkju kl. 13, flæðimessa og uppskeruhátíð í Grensáskirkju kl. 11. Barnamessan verður á sínum stað í Bústaðakirkju kl. 11. Verið hjartanlega velkomin.
Útvarpsmessa dagsins í Ríkisútvarpinu á Rás eitt, sunnudaginn 23. mars nk. kl. 11:00 verður frá Grensáskirkju. Upptaka fór fram fimmtudaginn 20. mars. Það er bæn okkar í Grensáskirkju að útsending helgihaldsins megi verða öllum þeim sem hlusta, vettvangur andlegrar næringar, friðar og bænar. Við þökkum öllum innilega fyrir þátttökuna í upptökunni og biðjum öllum sem á hlýða blessunar og friðar.