Ragnheiður Bjarnadóttir
Fyrsta kvöldmessan í Bústaðakirkju, þetta sumarið fer fram sunnudaginn 18. maí nk. kl. 20. Edda Austmann Harðardóttir mezzósópran og Antonía Hevesí píanóleikari annast um tónlistina. Séra Sigríður Kristín Helgadóttir flytur hugvekju og þjónar fyrir altari, ásamt messuþjónum. Verið hjartanlega velkomin í kvöldmessu í Bústaðakirkju.
Fermingarfræðsla í Fossvogsprestakalli, Bústaðakirkju og Grensáskirkju, hefst með námskeiði eftir miðjan ágúst. Skráning fer fram hér á vefnum og er mikilvægt að foreldrar og forráðamenn fylli skráningarformið vel út, skrái þar rétt netföng og heimilisföng því samskiptin í framhaldinu fara heilmikið fram í gegnum tölvupóst. Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur málið. Verið hjartanlega velkomin í fermingarstörfin í Fossvogsprestakalli.
Eva Sól Andrésdóttir og Gréta Petrína Zimsen voru útskrifaðar úr Leiðtogaskóla þjóðkirkjunnar við hátíðlega athöfn í Grensáskirkju, sunnudaginn 4. maí sl. Sr. Laufey Brá Jónsdóttir þjónaði fyrir altari. Sólveig Franklínsdóttir, æskulýðsfulltrúi Fossvogsprestakalls afhenti þeim útskriftarskjölin fyrir hönd Leiðtogaskólans. Við óskum Evu Sól og Grétu Petrínu innilega til hamingju með útskriftina. Guð verndi þær í lífi og starfi.