Sr. Þorvaldur Víðisson
Ásta Haraldsdóttir
Sr. Sigríður Kristín Helgadóttir
Sr. Laufey Brá Jónsdóttir
Aðventuhátíð Bústaðakirkju fór fram fyrsta sunnudag í aðventu, 30. nóvember sl. kl. 17. Forsetahjónin Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason tóku þátt í hátíðinni. Frú Halla flutti hátíðarræðu. Barnakór Fossvogs söng ásamt Kammerkór Bústaðakirkju, undir stjórn Jónasar Þóris organista. Húsfyllir var í kirkjunni og þökkum við öllum sem tóku þátt fyrir samveruna.
Aðventuhátíð Bústaðakirkju fer fram fyrsta sunnudag í aðventu, 30. nóvember nk. kl. 17:00. Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, mun flytja hátíðarávarp. Barnakór Fossvogs syngur og Kammerkór Bústaðakirkju. Jónas Þórir leiðir hljómsveit, einsöngvara, dúó, tríó og barnakór. Verið hjartanlega velkomin á aðventuhátíð Bústaðakirkju.
Fulltrúar Bústaðakirkju og Kvenfélags Bústaðasóknar heimsóttu Ljósið, endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda, föstudaginn 14. nóvember sl. Þar afhentu fulltrúar safnaðarins og kvenfélagsins, Ernu Magnúsdóttur framkvæmdastjóra Ljóssins fjárframlag sem var afrakstur Bleiks október í Bústaðakirkju. Andrea Þóra Ásgeirsdóttir, kirkjuhaldari, afhenti Ernu staðfestingu þessa, eins og sést á myndinni.