31
2024
October
Sorg og viðbrögð við missi
Sorg og viðbrögð við missi
Sunnudaginn 12. mars sl. var boðið upp á fræðslufund um sorg og viðbrögð við missi. Fundurinn fór fram í Grensáskirkju í kjölfar messu. Fermingarbörn og foreldrar voru sérstaklega boðin velkomin og sótti 40-50 manns fræðsluna.
Séra María G. Ágústsdóttir og séra Eva Björk Valdimarsdóttir önnuðust stundina.
Þess má geta að í vetur hafa prestar og djáknar Fossvogsprestakalls átt í góðu samstarfi við Verslunarskóla Íslands. Samstarfið hefur falist í þátttöku starfsfólks kirkjunnar við að fræða nemendur í öðrum bekk Verslunarskólans um sorg og viðbrögð við missi. Fræðslan er liður í lífsleiknikennslu skólans.
Staðsetning / Sókn