02
2024 November

Sköpuð til að vera skapandi

Í haust býður Grensáskirkja upp á barnanámskeið sem ber yfirskriftina Sköpuð til að vera skapandi. Öll erum við ólík á okkar eigin hátt og það er engin ein leið til þess að vera skapandi. Við viljum hvetja börnin til þess að virkja sín tjáningarform. Við viljum sýna í verki hvernig skapandi hugar og hendur efla fjölbreytileikann og gleðina í heiminum. Við munum segja sögur úr Biblíunni og tala um hvernig þessar sögur geta hjálpað okkur í okkar daglega lífi.

Sjö skipti í kirkjunni

Námskeiðið er í tveimur hópum. Kirkjuprakkarar, fyrir börn á aldrinum 6-9 ára, eru á þriðjudögum kl. 14:50-16:00. TT-starfið, fyrir börn á aldrinum 10-12 ára, eru á þriðjudögum kl. 16:10-17:10.

Boðið verður upp á sjö stundir, sex þriðjudaga og lokahóf í fjölskyldumessu í Grensáskirkju sunnudaginn 5. nóvember kl. 11.

Dagsetningar
Þriðjudaginn 26. september 
Þriðjudaginn 3. október 
Þriðjudaginn 10. október 
Þriðjudaginn 17. október 
Þriðjudaginn 24. október
Þriðjudaginn 31. október - Búningadagur
Sunnudaginn 5. nóvember - Uppskeruhátið í fjölskyldumessu

Skráning og nánari upplýsingar eru á heimasíðu kirkjunnar, undir flipanum Æskulýðsstarf.

Við hlökkum til að eiga skapandi og skemmtilegra stundir saman í kirkjunni okkar. Verið hjartanlega velkomin í barnastarfið í Grensáskirkju. 

Umsjón með starfinu hafa Daníel Ágúst Gautason djákni, daniel@kirkja.is, og leiðtogar.

Staðsetning / Sókn