02
2024 November

Að opna sig fyrir nærveru Guðs í þögninni

Laugardaginn 2. september var haldið námskeið í iðkun Kyrrðarbænar í Grensáskirkju. Námskeiðið var mjög vel sótt og fóru þátttakendur jákvæðum orðum um samveruna í kirkjunni þennan dag. 

Leiðbeinendur á námskeiðinu voru sr. María Guðrúnar. Ágústsdóttir, prestur í Fossvogsprestakalli ásamt þeim Ingunni Björnsdóttur og sr. Báru Friðriksdóttur frá Kyrrðarbænasamtökunum á Íslandi. 

Kyrrðarbæn (e. Centering Prayer) er íhugunaraðferð úr kristinni hefð sem hefur verið stunduð í einhverri mynd frá frumkristni. Þetta er einföld iðkun sem felst í því að opna sig fyrir Guði, hvíla í nærveru Guðs og samþykkja verk heilags anda innra með okkur. 

Boðið verður upp á iðkun Kyrrðarbænar á fimmtudögum kl. 18.15 í Grensáskirkju í vetur. Fyrsta bænastundin er fimmtudaginn 7. september nk. og er öllum opin, óháð þátttöku í námskeiðinu. 

Staðsetning / Sókn