Kirkjuprakkarar í Grensáskirkju eru á aldrinum 6-9 ára (1.-4. bekk). Umsjónarmenn starfsins og leiðtogar sækja börnin sem skráð eru í Krakkakot, frístundarheimilið Hvassaleitisskóla og fylgja þeim yfir í Grensáskirkju, sé þess óskað. Börn sem ekki eru í Hvassaleitisskóla geta mætt beint í Grensáskirkju. Að starfinu loknu er börnunum fylgt í frístundaheimilið eða forráðamenn sækja börnin í kirkjuna eða þau bjarga sér heim, sjá skráningarblaðið.   

Kirkjuprakkarar í Grensáskirkju eru á aldrinum 6-9 ára (1.-4. bekk). Umsjónarmenn starfsins og leiðtogar sækja börnin sem skráð eru í Krakkakot, frístundarheimilið Hvassaleitisskóla og fylgja þeim yfir í Grensáskirkju, sé þess óskað. Börn sem ekki eru í Hvassaleitisskóla geta mætt beint í Grensáskirkju. Að starfinu loknu er börnunum fylgt í frístundaheimilið eða forráðamenn sækja börnin í kirkjuna eða þau bjarga sér heim, sjá skráningarblaðið.    

Hvar?

Í Grensáskirkju, safnaðarheimilinu og kirkjunni.

Hvenær?

Á fimmtudögum kl. 14:50-16:00 (70 mínútur, fimmtudagana sjö, frá 8. september til og með 20. október)

Hvað þýðir 70x7?

Um er að ræða 7 samverur sem hver er um 70 mínútur að lengd. Börnin læra 7 leiki, læra og syngja 7 lög og heyra 7 sögur.

Leikirnir hafa það meðal annars að marki að styrkja hópinn, þar sem þau hjálpast að við að leysa skemmtileg verkefni.

Lögin eru nýir og gamlir barnasálmar.

Sögurnar eru allar úr Biblíunni og miðla kjarnaatriðum um vináttu, kærleika, fyrirgefningu, hjálpsemi, jafnrétti, mannréttindi, von og trú.

Lærdómur einnar frásögunnar er eftirfarandi:

Í gamalli frásögu er Jesús spurður hversu oft við eigum að fyrirgefa náunga okkar og vinir hans stinga upp á því að það væri kannski sjö sinnum? Nei svaraði Jesús og sagði 70 sinnum 7 sinnum. (Matteusarguðspjall 18:22). Yfirskrift kirkjuprakkaranna þetta árið er einmitt fengið úr þeirri gömlu frásögu.

Tilraunaverkefni:

Um er að ræða tilraunaverkefni sem boðið er upp á haustið 2022 í tengslum við Hvassaleitisskóla, þar sem skólinn er mjög stutt frá Grensáskirkju. Framhald verkefnisins og hvort boðið verði upp á það í tengslum við hina skóla prestakallsins, verður metið út frá því hvernig undirtektir verða. Verið hjartanlega velkomin í kirkjuprakkarastarfið í Grensáskirkju.