Æskulýðsstarfið byrjar aftur

Æskulýðsstarfið hefst loks aftur eftir sumarfríið þriðjudaginn 5. september. 

Æskulýðsfélagið Pony er æskulýðsfélag fyrir krakka í 8.-10. bekk. Haustið 2023 fara fundirnir fram í safnaðarheimili Grensáskirkju, gengið inn um aðalinnganginn, á þriðjudögum klukkan 20.00-21.30. Félagið er samstarfsverkefni Bústaðakirkju og Grensáskirkju. Þátttaka er ókeypis.

Á þessum fyrsta æskulýðsfundi vetrarins ætlum við að hrissta hópinn saman með leikjum og sprelli. Við ætlum líka að gera fyrstu drög af dagskrá vetrarins og við tökum öllum hugmyndum fagnandi. Svo ætlum við auðvitað að fjalla um Landsmót ÆSKÞ, sem verður haldið í október á Egilsstöðum.

Umsjón með starfinu hafa Danni, Hilda og sr. Eva.