24
2024 November

Hrönn Guðjónsdóttir gestur á foreldramorgni

Hrönn Guðjónsdóttir heilsunuddari og nálastungufræðingur verður gestur á foreldramorgni í Bústaðakirkju fimmtudaginn 21. nóvember nk. kl. 10.00. Hún mun kenna nokkrar nuddstrokur og fræðir um af hverju það er gott að nudda barnið. Þátttakendur fá afnot af nuddolíu í kennslunni og námsgögn sem þátttakendur fá að gjöf. Hrönn verður með nuddolíur til sölu á góðu verði. Þátttakendur þurfa að koma með þykkt, mjúkt handklæði eða annað til þess að hafa undir barninu meðan á dagskránni stendur. Ragnheiður Bjarnadóttir tónlistarkennari hefur umsjón með foreldramorgnunum í Bústaðakirkju. Verið hjartanlega velkomin á foreldramorgun í Bústaðakirkju.