10
2025 March

LEGÓ og biblíusögurnar

Sagan af Sakkeus var á dagskrá í kirkjuprakkarastarfinu í Grensáskirkju í dag. LEGÓ er notað til að miðla frásögum Biblíunnar í starfinu, en frásögur Biblíunnar fjalla um elsku Guðs til mannsins og heimsins. Hinn kristni boðskapur er boðskapur mildi og hlýju, fyrirgefningar og kærleika. Sakkeus er ein af kjarnapersónum Biblíunnar og má sjá hann hér upp í tréi á legóspjaldinu í Grensáskirkju. 

Sólveig Franklínsdóttir æskulýðsfulltrúi hefur umsjón með kirkjuprakkarastarfinu ásamt samstarfsfólki sínu og leiðtogum. 

Verið hjartanlega velkomin í starfið með okkur í Bústaðakirkju og Grensáskirkju.