02
2024 November

Troðfull kirkja

Valdimar Guðmundsson og Jónas Þórir léku lög Magnúsar Eiríkssonar á hádegistónleikum í Bleikum október í Bústaðakirkju, í dag. Kirkjan var þéttsetin og stemmningin dásamleg. 

Tónleikagestir lögðu margir Ljósinu lið með fjárframlagi og keyptu Bleiku slaufuna, en aðgangur að tónleikunum var ókeypis. 

Séra Eva Björk Valdimarsdóttir leiddi bæn í lok tónleikanna. 

Við þökkum þeim Valdimari og Jónasi Þóri dásamlega tóna og þökkum tónleikagestum innilega fyrir komuna og stuðninginn við Ljósið. 

Strax í kjölfar tónleikana var boðið upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu. Að hádegishressingu lokinni hófst síðan eldriborgarastarfið sem ávallt er í safnaðarheimili Bústaðakirkju á miðvikudögum frá klukkan 13. Umsjón með eldri borgarastarfinu hefur Hólmfríður Ólafsdóttir djákni. 

Staðsetning / Sókn