
Útvarpsmessan á Rás eitt verður send út frá Grensáskirkju
Útvarpsmessan á Rás eitt sunnudaginn 19. október nk. verður send út frá Grensáskirkju kl. 11:00. Upptakan fer fram fimmtudaginn 16. október nk. Sunnudagurinn 19. október er dagur heilbrigðisþjónustunnar í þjóðkirkjunni. Þá er lyft upp þjónustu presta og djákna á Landspítalanum og mun starfsfólk Landspítalans taka þátt í messunni ásamt prestum Grensáskirkju.
Séra Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir mun prédika, séra Gunnar Rúnar Matthíasson, séra Ingólfur Hartvigsson, ásamt samstarfsfólki sínu af Landspítalanum munu annast um lestra og bænir. Séra Laufey Brá Jónsdóttir, séra Sigríður Kristín Helgadóttir og séra Þorvaldur Víðisson taka þátt í upptökunni. Ásta Haraldsdóttir organisti Grensáskirkju leiðir tónlistina. Kórkonur frá Domus Vox syngja undir stjórn Margrétar Pálmadóttur.
Upptökuna verður síðan hægt að nálgast á spilara RÚV í kjölfar útsendingarinnar.