Fermingarfræðslan hefst í ágúst
Fermingarfræðslan í Fossvogsprestakalli hefst með námskeiði dagana 19. - 21. ágúst nk. kl. 9-12, alla dagana.
Í fermingarfræðslunni fræðumst við um trú, kirkju, kærleika, ást og vináttu. Lífið og tilgang þess. Umhverfi okkar, gagnrýna hugsun og hvað það þýðir að vera manneskja. Við leggjum áherslu á virðingu fyrir öllum trú- og lífsskoðunarfélögum. Við viljum gefa börnunum tækifæri til að taka upplýsta ákvörðun um að gera Jesú Krist að leiðtoga og fyrirmynd. Við nálgumst þetta mikilvæga viðfangsefni á fjölbreyttan hátt með samtali, fyrirlestrum, myndböndum, leikjum og þátttöku í helgihaldi og æskulýðsstarfi. Nánari upplýsingar um fræðsluna má finna hér á síðunni.
Hægt er að senda inn skráningu í fermingarfræðslu með því að smella á hlekkinn hér, en þess má geta að þegar hafa fleiri tugir skráninga borist.
Verið hjartanlega velkomin til þátttöku í fermingarfræðslu Fossvogsprestakalls, í Bústaðakirkju og Grensáskirkju.