
Skráning hér
Fermingarfræðsla í Fossvogsprestakalli, Bústaðakirkju og Grensáskirkju, hefst með námskeiði eftir miðjan ágúst. Skráning fer fram hér á vefnum og er mikilvægt að foreldrar og forráðamenn fylli skráningarformið vel út, skrái þar rétt netföng og heimilisföng því samskiptin í framhaldinu fara heilmikið fram í gegnum tölvupóst.
Um miðjan maí munu foreldrar og forráðamenn barna sem eru á leið í 8. bekk í haust, fá upplýsingabækling frá kirkjunum. Þar koma fram nánari upplýsingar um fermingarstörfin framundan. Hér á heimasíðunni eru einnig ítarlegar upplýsingar um fermingarstörfin, fermingardaga vorsins 2026 og annað. Sjá hér.
Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur málið.
Skráning fer fram hér.
Verið hjartanlega velkomin í fermingarstörfin í Fossvogsprestakalli.