28
2024 March

Í dag, þriðjudaginn 23. ágúst 2022, hófust framkvæmdir við endurbætur á þaki hluta safnaðarheimilis Grensáskirkju. Breytingarnar felast fyrst og fremst í því að glerþaki verður skipt út fyrir hefðbundið þak, þar sem umrætt rými verður þá mun vistlegra, með jafnari hita árið um kring. Endurbæturnar eiga eftir að verða lyftistöng fyrir safnaðarstarfið þar sem umrætt rými safnaðarheimilisins, undir glerþakinu, mun nýtast betur til framtíðar í öllu starfi safnaðarins. Meðfylgjandi mynd var tekin í blíðskapar veðrinu þar sem verið var að hífa nýja timbrið upp á þakið. 

Staðsetning / Sókn