30
2024 November

Róbert Jóhannsson í Bústaðakirkju 10. mars

Í messu í Bústaðakirkju sunnudaginn 10. mars fengum við Róbert Jóhannsson í heimsókn, en hann er umsjónarmaður Strákakrafts, sem er hópur ungra manna sem greinst hafa með krabbamein. Róbert ræddi um veikindi sín og bata og mikilvægi þess að leita sér læknisaðstoðar ef eitthvað er ekki eins og það á að vera. 

Þá sagði hann frá reynslu sinni af starfi Krafts, Krabbameinsfélagsins og ekki síst Ljóssins, sem er gríðarlega mikilvægur staður fyrir þau sem eru að vinna að heilbrigði sínu eftir krabbameinsgreiningu.

Boðið var upp á kaffi eftir messu og síðan stutta tónleika með Kammerkór Bústaðakirkju. Kórinn og einsöngvarar sungu mörg falleg lög, flest eftir kantor kirkjunnar, Jónas Þóri. 

Aðgangur að tónleikunum var ókeypis en tekið við frjálsum framlögum sem renna til krabbameinsforvarna og endurhæfingar. 

Við þökkum öllum hlutaðeigandi sem og þeim sem viðburðina sóttu innilega fyrir ljúfa samveru í Bústaðakirkju. 

Kammerkórinn

Hér má sjá hluta Kammerkórs Bústaðakirkju ásamt stjórnanda sínum og tónskáldinu Jónasi Þóri, kantor Bústaðakirkju. 

Einsöng á þessum tónleikum önnuðust þau Gréta Hergils, Edda Austmann, Bjarni Atlason og Sæberg Sigurðsson. 

Staðsetning / Sókn