
Fyrir ungabörn og foreldra
Krílasálmanámskeið hefst í Grensáskirkju mánudaginn 13. október nk. kl. 10 og verður einu sinni í viku, alla mánudaga, í sex vikur til og með 17. nóvember.
Námskeiðið er ætlað ungabörnum á aldrinum þriggja mánaða til eins árs. Krílasálmastundirnar eru dásamlegar samverustundir barna og foreldra þeirra þar sem mikið er sungið og leikið. Á námskeiðinu er unnið með skynjun og upplifun, tónlistararfinn og menninguna. Sungnir eru sálmar og lög kirkjunnar, þekkt barnalög og kvæði, leikið, dansað og hlustað í notalegu umhverfi kirkjunnar. Fjöldi þátttakenda takmarkast við tólf börn.
Ragnheiður Bjarnadóttir tónlistarkennari og séra Laufey Brá Jónsdóttir annast dagskrána.
Skráning fer fram hér á heimasíðunni og er þátttaka öllum að kostnaðarlausu, sjá hér.
Verið hjartanlega velkomin á krílasálmanámskeið í Grensáskirkju.