Heldriborgarastarf á miðvikudögum kl. 13-16
Á miðvikudögum kl. 13-16 koma (h)eldri borgarar saman í Bústaðakirkju til að spila, spjalla og eiga nærandi stund yfir góðum veitingum og fræðandi og skemmtilegu innleggi. Starfið, sem er fyrir Fossvogsprestakall og nágrenni (öll velkomin, óháð búsetu), hófst að nýju eftir sumarleyfi þann 6. september og var mæting alveg með ágætum. Hátt í 20 konur komu saman, nokkrar nýjar, en flestar fastagestir í þessu starfi. Karlar eru líka velkomnir! Jónas Þórir leik fyrir söng og fór á kostum að venju, kunni jafnvel lög sem hann þóttist ekki kunna, þegar kom að óskalagastund.
Eins og sjá má af meðfylgjandi dagskrá verða efni septembermánuðar fjölbreytt. Miðvikudaginn 13. september kemur sr. Ásta Ingibjörg Pétursdóttir, prestur í Laugardalsprestakalli og fræðir okkur um verkefnið Gulan september. Miðvikudaginn 20. september fáum við skemmtilega dagskrá um Elsu Sigfúss sem Bjarki Sveinbjörnsson tónlistarfræðingur annast. Og svo er komið að skemmtiferð síðasta miðvikudaginn í september. Hólmfríður Ólafsdóttir, djákni, er að undirbúa ferðina og lætur ekkert uppi um áfangastað.
Verum velkomin í starfið okkar. Laufey og Þóra taka vel á móti öllum og prestar og djáknar leiða slökun og bæn og gefa gott orð inn í kaffitímann.