Fjölskylduguðsþjónusta í Grensáskirkju kl. 11 sunnudaginn 10. nóvember.
Uppskeruhátíð barnastarfsins í Grensáskirkju haustið 2024
Sólveig Franklínsdóttir æskulýðsfulltrúi mun leiða viðstadda í gegnum „kirkjubrall“, þ.e. flæðimessu þar sem boðið verður upp á stöðvar í guðsþjónustunni þar sem hægt er að staldra við og upplifa eða leggja fram bænaefni.
Söngkonur frá Domus Vox syngja með okkur og fyrir okkur. Stjórnandi er Margrét Pálmadóttir. Ásta Haraldsdóttir sér um undirleik. Sr. Sigríður Kristín þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum.
Börnin sýna afrakstur listsköpunar vetrarins.
Samvera, kaka og djús í boði eftir guðsþjónustuna.
Uppskeruhátíð barnastarfsins í Grensáskirkju haustið 2024
Við erum friðflytjendur - Sólveig Franklínsdóttir æskulýðsfulltrúi hefur unnið frábært starf með börnum og unglingum í Grenáskirkju. Á sunnudaginn munu börnin sýna það sem þau hafa verið að föndra í vetur. Að sjálfsögðu verður djús, kaka og kaffisopi í boði fyrir gesti og gangandi.
Verið öll hjartanlega velkomin.