TTT er tíu til tólf ára starf í Fossvogsprestakalli

Tíu til tólf ára starfið eða TTT í Grensáskirkju er í fullum gangi. Starfið er, eins og nafnið gefur til kynna ætlað börnum á aldrinum 10-12 ára eða í 5.-7. bekk. Foreldrar skrá börn sín til þátttöku með því að fylla út skráningarblaðið, sem fylgir þessari frétt, einnig hægt að fylla það út hér á heimasíðunni, kirkja.is, eða með því að senda upplýsingarnar á netfangið solveig@kirkja.is. Börnin mæta sjálf í starfið í safnaðarheimili Grensáskirkju en gengið er inn um aðaldyr kirkjunnar.

Hér er hægt að skrá sig í starfið https://kirkja.is/skraningar/ttt

Yfirskirftin að þessu sinni er Sjö gildi í góðum samskiptum. Við munum vinna með sjö jákvæð gildi í samskiptum með því að segja sögur og skapa list sem tengjast gildunum. Við munu þannig efla tengsl barnanna og skilning á gildunum og styrkja sjálfsmynd þeirra.

Gildin sem fjallað verður um eru: vinátta, fyrirgefning, samkennd, gleði, traust, virðing og þakklæti. Enn er pláss fyrir fleiri. Endilega kynntu þér málið. 

Sjö gildi í góðum samskiptum

Tíu til tólf ára starfið eða TTT í Grensáskirkju er eins og nafnið gefur til kynna starf fyrir börn á aldrinum 10-12 ára eða í 5.-7. bekk. Foreldrar skrá börn sín til þátttöku með því að fylla út skráningarblaðið, sem fylgir þessu bréfi, einnig hægt að fylla það út á heimasíðu kirknanna, kirkja.is, eða með því að senda upplýsingarnar á netfangið solveig@kirkja.is. Börnin mæta sjálf í starfið í safnaðarheimili Grensáskirkju en gengið er inn um aðaldyr kirkjunnar.

Hér er hægt að skrá sig í starfið https://kirkja.is/skraningar/ttt

Yfirskirftin að þessu sinni er Sjö gildi í góðum samskiptum. Við munum vinna með sjö jákvæð gildi í samskiptum með því að segja sögur og skapa list sem tengjast gildunum. Við munu þannig efla tengsl barnanna og skilning á gildunum og styrkja sjálfsmynd þeirra.

Gildin sem fjallað verður um eru: vinátta, fyrirgefning, samkennd, gleði, traust, virðing og þakklæti.

Hvar?

Í Grensáskirkju, safnaðarheimilinu og kirkjunni. Gengið er inn um aðaldyr kirkjunnar.

Hvenær?

Á þriðjudögum kl. 16:30-17:40 og einn sunnudag kl. 11:00.

Dagskrá

Þriðjudaginn 7. mars - Vinátta.   

Þriðjudaginn 14. mars - Fyrirgefning.

Þriðjudaginn 21. mars - Samkennd.   

Þriðjudaginn 28. mars - Gleði.

Þriðjudaginn 11. apríl - Traust.   

Þriðjudaginn 18. apríl - Virðing.

Sunnudaginn 23. apríl Þakklæti og uppskeruhátið.

Verið hjartanlega velkomin í Tíu til tólf ára starf  í Grensáskirkju.

F.h. starfsfólks kirkjunnar, Sólveig Franklínsdóttir æskulýðsfulltrúi, séra Eva Björk Valdimarsdóttir, séra María Guðrúnar Ágústsdóttir, og séra Þorvaldur Víðisson.