Sunnudagaskóli 1. sunnudag í aðventu - Vöffluveisla

Bústaðakirkja á afmæli 1. sunnudag í aðventu.  

Kirkjan var vígð 28. nóvember 1971.  

Við kveikjum á fyrsta kertinu á aðventukransinum og syngjum saman.  Við heyrum sögur og förum saman með bænirnar.  Kannski æfum við okkur að syngja eitthvað af jólalögunum, hver veit.  Og þar sem kirkjan á afmæli þá er hátíð í bæ.  Sóknarnefndin býður öllum þeim sem koma í sunnudagaskólann í vöfflukaffi.  Vöfflunefndin mætir á svæðið með vöfflujárnin sín og býður til veislu.  Það verður aldeilis skemmtilegt. 

Verið öll velkomin í sunnudagaskólann.