Samstarfshópur um gott samfélag í Fossvogi

Sumardagurinn fyrsti verður haldinn hátíðlegur í Fossvogi, líkt og venja er. Víkingar annast um grill við Grímsbæ, þar sem Krambúðin gefur pylsur til verksins. Skólahljómsveit Austurbæjar, ásamt Skátafélaginu Garðbúum leiða skrúðgöngu frá Grímsbæ yfir í Bústaðakirkju, þar sem fjölbreytt dagskrá fer fram. Kór Breiðagerðisskóla syngur, Guðrún Margrét formaður nemendafélags Réttarholtsskóla flytur hátíðarræðu, Heiðrún Lóa sigurvegari söngkeppni Kringlumýrar syngur, félagar úr Hæðargarði dansa línudans. Myndlistarsýning leikskóla hverfisins fer fram í anddyri Bústaðakirkju. Að lokinni dagskrá í Bústaðakirkju verður boðið upp á hoppukastala og andlitsmálun fyrir börnin í Víkinni, kaffi og kleinur fyrir foreldrana. Þess má geta að karlalið meistaraflokks Víkings mun spila heimaleik í bikarkeppninni þennan dag, á móti Víði í Garði. 

Verið hjartanlega velkomin til þátttöku í hverfishátíðinni á Sumardaginn fyrsta. 

Sumardagurinn fyrsti í Fossvogi

Sumardagurinn fyrsti verður haldinn hátíðlegur í Fossvogi, líkt og venja er. Víkingar annast um grill við Grímsbæ, þar sem Krambúðin gefur pylsur til verksins. Skólahljómsveit Austurbæjar, ásamt Skátafélaginu Garðbúum leiða skrúðgöngu frá Grímsbæ yfir í Bústaðakirkju, þar sem fjölbreytt dagskrá fer fram. Kór Breiðagerðisskóla syngur, Guðrún Margrét formaður nemendafélags Réttarholtsskóla flytur hátíðarræðu, Heiðrún Lóa sigurvegari söngkeppni Kringlumýrar syngur, félagar úr Hæðargarði dansa línudans. Myndlistarsýning leikskóla hverfisins fer fram í anddyri Bústaðakirkju. Að lokinni dagskrá í Bústaðakirkju verður boðið upp á hoppukastala og andlitsmálun fyrir börnin í Víkinni, kaffi og kleinur fyrir foreldrana. Þess má geta að karlalið meistaraflokks Víkings mun spila heimaleik í bikarkeppninni þennan dag, á móti Víði í Garði. 

Verið hjartanlega velkomin til þátttöku í hverfishátíðinni á Sumardaginn fyrsta.