Söfnun fermingarbarna fyrir vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku
Söfnun fermingarbarna fyrir vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku
Miðvikudaginn 2. nóvember kl. 17 – 19 munu fermingarbörn úr Fossvogsprestakalli ganga í hús um hverfinu með söfnunarbauka og safna fyrir vatnsverkefnum Hjálparstarfs kirkjunnar sem þau styrkja í löndum Afríku: Úganda og Eþíópíu. Söfnun þessi er hluti að fermingarfræðslunni, liður í því að minna á að margt smátt gerir eitt stór með því að ganga í hús með baukana. Margir hafa ekki sjálfsagðan aðgang að vatni víða í Afríku. Endilega takið vel á móti fermingarkrökkunum. Einnig er ægt er að hringja í söfnunarsíma 907 2003 og gefið 2.500.- krónur eða leggja upphæð að eigin vali inn á reikning 0334-26-50886 kt: 450670 0499.
Nánari upplýsingar inná: www.hjalparstarfkirkjunnar.is