Piparkökur og kakó í æskulýðsstarfinu

Jólin nálgast og við erum auðvitað komin í jólaskap í æskulýðsstarfinu. Þriðjudaginn 5. desember ætlum við að hafa jólakósý hjá okkur. Við ætlum að mála piparkökur, drekka heitt kakó, hlusta á jólalögin og almennt halda uppi jólaandanum.

Æskulýðsstarfið er í Grensáskirkju þriðjudaga kl. 20-21.30. Allir unglingar í 8.-10. bekk eru velkomnir.

Umsjón með starfinu hafa Danni, Hilda og Viktoría.