Páskagleði í Grensáskirkju

Á páskadagsmorgun komum við saman til að fagna upprisu frelsara okkar. Hátíðarguðsþjónustan hefst kl. 8 og að henni lokinni er okkur öllum boðið til morgunverðar. Sr. María Guðrúnar. Ágústsdóttir annast þjónustuna ásamt Ástu Haraldsdóttur og Kirkjukór Grensáskirkju. Nýji kirkjuvörðurinn okkar, Kristín Hraundal, ber fram veitingarnar. Kristur er upprisinn! Hann er sannarlega upprisinn!