Í messunni í Grensáskirkju sunnudaginn 2. október kl. 11 syngjum við nýja sálma og gamla en nú styttist í að við fáum splunkunýja sálmabók í hendur. Sr. María þjónar ásamt messuhópi, Ástu Haraldsdóttur kantor og Kirkjukór Grensáskirkju. Ávallt eru altarisgöngur í messum í Grensáskirkju og svo er samfélag yfir kaffibolla á undan og eftir messu. Verum velkomin í kirkjuna okkar - og svo er upplagt að renna yfir í Bústaðakirkju og hlusta þar á erindi Margrétar Bóasdóttur um nýju sálmabókina kl. 12.15.