Núvitund og Tólf spora starf í Grensáskirkju

Fimmtudaginn 1. september hefst núvitundar- og Tólf spora starfið í Grensáskirkju. Núvitundarstundin er klukkan 18.15-18.45 og er öllum opin sem vilja æfa sig í að dvelja í augnablikinu. Klukkan 19.15 hefst opinn Tólf spora fundur í samvinnu Vina í bata og Grensáskirkju. Opnir fundir eru þrisvar í september, þann 1., 8. og 15. september. Verið velkomin að mæta og kynna ykkur starfið. Fundinum lýkur kl. 21.15. Gengið er inn um aðalinngang kirkjunnar. Nánari upplýsingar eru á vef Vina í bata, viniribata.is.