Í messu á fyrsta sunnudegi í sumri syngjum við sálma eftir konur með kórkonum úr Domus Vox. Margrét Pálmadóttir stjórnar og meðleikari er Ásta Haraldsdóttir, kantor. Sr. María Guðrúnar. Ágústsdóttir þjónar ásamt messuhópi. Heitt á könnunni á undan og eftir messu.
Messan í Grensáskirkju er alla sunnudagsmorgna kl. 11. Verum velkomin í gott og hlýtt samfélag og glaðværan söng.
Sálmarnir sem sungnir verða:
Líður að dögun 390
Ver mér nær, ó, Guð 556
Hlýir vindar taka að blása 676
Stjörnur og sól 273
Heyrðu mig, hjartakær Jesú 499
Góði Guð, er ég bið 533
Drottinn, þú ert lífs míns ljómi 678
Umsjónaraðili/-aðilar