Guðsþjónusta í Grensáskirkju kl. 11

Hvað er þetta með Evu og eplið?  Gömul saga eða ný?  

Á sunnudaginn er 1. sunnudagur í föstu og þá heyrum við m.a. frásöguna af Evu og höggorminum.

Ásta Haraldsdóttir kantor kirkjunnar stjórnar og leiðir söfnuðinn í söng.  

Sr. Sigríður Kristín og Signý messuþjónn þjóna fyrir altari.  

Verið öll hjartanlega velkomin.