Allt sem hrellir samviskuna

Í bæn dagsins segir; ,,Algóði Guð, lát gnægð gæsku þinnar og miskunnar koma yfir okkur svo að þú megir afmá það allt, sem hrellir samviskuna". Davíð konungur, farísei og tollheimtumaður koma við sögu í ritningarlestrum dagsins og þemun eru samviska okkar og réttlæti Guðs. sr. Eva Björk Valdimarsdóttir þjónar ásamt messuþjónum, Ásta Haraldsdóttir organisti spilar og Kirkjukór Grensáskirkju leiðir messusöng. Verið hjartanlega velkomin.

Mynd: Pricke of Conscience window, Day 8 e. J.Guffogg & J.Hannan. Tekin í The Cathedral and Metropolitical Church of Saint Peter in York.