Verið hjartanlega velkomin í messu sunnudaginn 29. maí kl. 11 í Grensáskirkju. Guðspjall dagsins fjallar um heilagan anda, hjálparann. Við syngjum yndislega sálma og gengið verður til altaris. Séra Eva Björk Valdimarsdóttir þjónar ásamt messuþjónum. Kirkjukór Grensáskirkju leiðir sönginn ásamt Ástu Haraldsdóttur organista.